Svipmyndir frá brunavettvangi
Talsverður eldur mætti slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja á gistiheimilinu Fit í morgun. Eldur kom upp á einu herbergi gistiheimilisins. Mikið eldhaf var í herberginu og logaði út um glugga. Þá fór talsverður reykur um alla hæðina á gistiheimilinu og ljóst að útvega þarf þeim sem þar bjuggu annað húsnæði um tíma. Hælisleitendur hafa m.a. búsetu á Fit.
Meðfylgjandi eru svipmyndir frá brunaútkallinu nú í morgun.