SVF: Yfir 1000 útskrifaðir af Háskólabrú Keilis
– 7. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta kominn á netið í 1080P gæðum
Háskólabrú Keilis undirbýr nemendur undir kröfuhart háskólanám. Keilir er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands og hefur undanfarin ár verið leiðandi aðili í nýjum kennsluháttum sem mæta þörfum fullorðinna einstaklinga. Rúmlega þúsund einstaklingar hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis á undanförnum árum og hafa flestir þeirra haldið áfram í háskólanám hérlendis og erlendis.
Við tökum hús á Háskólabrú Keilis og kíkjum einnig á stórtónleika í Grindavík í síðari hluta þáttar Sjónvarps Víkurfrétta.
Sjónvarp Víkurfrétta // 7. þáttur // 27. mars 2014 // seinni hluti