Föstudagur 20. júní 2014 kl. 11:03

SVF: Sundgoðsögn, bæjarstjóri og forseti

– í viðtölum við Sjónvarp Víkurfrétta



Átjándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta var sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi. Þátturinn hefur verið vikulega á dagskrá stöðvarinnar frá því í febrúar og verður áfram inn í sumarið á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er svo endursýndur á tveggja tíma fresti í og verður lokaendursýning á föstudagskvöld kl. 19:30. Þátturinn er jafnframt aðgengilegur á vf.is í háskerpu.

Í Sjónvarpi Víkurfrétta er farið víða í mannlífi og menningu Suðurnesja. Í kvöld eru viðfangsefnin sex talsins. Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um sundstarfið í Reykjanesbæ og m.a. rætt við Eðvarð Þór Eðvarðsson sundþjálfara. Við kynnum okkur hönnunarsklasann MARIS og sýnum svipmyndir úr kvennahlaupinu um síðustu helgi.

Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur sýningar í Víkingaheimum, ræðum við Árna Sigfússon þegar hann kvaddi sem bæjarstjóri og tökum viðtal við Önnu Lóu Ólafsdóttur sem verður nýr forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þegar ný bæjarstjórn tekur við.