SVF: Stórefnilegir unglingar á heimsmeistaramót
Þrír stórefnilegir unglingar úr Taekwondodeild Keflavíkur eru á leið á Heimsmeistaramót unglinga í taekwondo og úrtöku fyrir Ólympíuleika æskunnar. Bæði mótin fara fram í Tævan í lok mars.
Þetta eru þau Ástrós Brynjarsdóttir, Sverrir Örvar Elefsen og Karel Bergmann Gunnarsson. Öll eru þau margfaldir Íslandsmeistarar og æfa með taekwondodeild Keflavíkur.
Þau voru í Sjónvarpi Víkurfrétta í síðustu viku. Innslagið er í meðfylgjandi myndskeiði.
Taekwondo // Sjónvarp Víkurfrétta // 4. þáttur 2014