Föstudagur 14. mars 2014 kl. 10:57

SVF: Menning, kraftlyftingar og kanasteikur

Fimmti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta var á dagskrá ÍNN í gærkvöldi. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Þorstein Gunnarsson um menningarviku í Grindavík, farið á kraftlyftingamót í Njarðvík og rætt við Reyni Guðjónsson sem var veitingamaður í Offiseraklúbbnum á tímum Varnarliðsins.

Þáttinn má skoða í HD 1080P gæðum.