Föstudagur 14. mars 2014 kl. 11:14

SVF: Júdóólétta, París, dans og Ávaxtakarfa

Fimmti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta var á dagskrá ÍNN í gærkvöldi. Í seinni hluta þáttarins er rætt við Katrínu Ösp Magnúsdóttir sem er gengin tæpa 9 mánuði með sitt fjórða barn en þrátt fyrir óléttu er hún að kafi í júdó.

Við ræðum við Fríðu Dís Guðmundsdóttur, söngkonu úr Klassart. Hún stundar nám í listasögu í París. Við kíkjum einnig á dansbikar BRYN og sýnum frá frumsýningu á Ávaxtakörfunni.

Þáttinn má skoða í 1080P gæðum.