SVF: Heimsókn í Garðinn
Sjónvarp Víkurfrétta á Sólseturshátíð í Garðinum
Tuttugasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á netið. Í þætti vikunnar er Garðurinn heimsóttur en þar var nóg um að vera þegar Sólseturshátíðin fór fram sl. helgi. Magnús Stefánsson bæjarstjóri er tekinn tali en einnig koma fram í þættinum Oddný Harðardóttir Þingkona, Jónína Magnúsdóttir formaður bæjarráðs og Ásgeir Hjálmarsson sérfræðingur um Garðinn, en hann fræðir okkur um vitana í Garðinum. Einnig skoðum við húsbílamenningu í Garðinum og veitingahús í tveggja hæða strætó.