Fimmtudagur 15. maí 2014 kl. 17:57

SVF: Auðlindin ekki ótakmörkuð

– Horfðu á Sjónvarp Víkurfrétta í háskerpu hér!

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku ræðir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta um breytingar á lögum um orkumál og hvaða þýðingu þau höfðu. Hann tók við sem forstjóri fyrirtækisins um síðustu áramót. Ásgeir segir umræðuna um fyrirtækið oft hafa verið á villigötum en mörg bæjarfélög á Suðurnesjum seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja þegar ný lög um skiptingu fyrirtækisins í HS Veitur og HS Orku, tóku gildi. HS Orka á orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi en leigir landssvæðin af Grindavíkurbæ og ríkinu. Hann segir að íbúar á Suðurnesjum þurfi ekki að hafa áhyggjur af því þótt eigandi að um 2/3 hluta fyrirtækisins sé kanadískt orkufyrirtæki en 14 íslenskir lífeyrissjóðir eiga um þriðjung. Fyrrverandi eigendur hefðu ekki haft bolmagn og fjármagn sem til þurfti til eflingar þess inn í framtíðina. Þá segir hann HS Orku mjög meðvitaða um að auðlindin sé ekki ótakmörkuð og náttúran sé alltaf í öndvegi.

Viðtalið við Ásgeir er í meðfylgjandi myndskeiði.

Sjónvarp Víkurfrétta // 13. þáttur // Fimmtudagurinn 15. maí 2014 // Fyrri hluti