Fimmtudagur 27. febrúar 2014 kl. 17:12

SVF: Ævintýraleiðsögn, bikarmeistarar og dans

Sjónvarp Víkurfrétta verður á fjölbreyttum nótum í kvöld. Ævintýraleiðsögunámið hjá Keili er örugglega líflegasta námið sem boðið er uppá hér á landi. Í þættinum tökum við hús á Íþróttaakademíu Keilis sem kennir námið í samstarfi við kanadískan háskóla og sjáum magnaðar myndir úr náminu.

Nokkur brot úr söngleiknum Dirty Dancing sem Vox Arena og NFS settu upp í sameiningu í Andrews á Ásbrú eru í þessum hluta þáttarins.

Þá sýnum við stemmninguna þegar Grindvíkingar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik um síðustu helgi og birtum viðtöl við nokkra káta Grindvíkinga við sama tækifæri.