SVF: 37 ár á Garðvangi
– 7. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta kominn á netið í 1080P gæðum
Finnbogi Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum [DS] í 37 ár. Á þessum árum hafa heimilismenn á Garðvangi og Hlévangi verið næstum 700 talsins að ótöldu öllu starfsfólkinu. Finnbogi segir líka að það sé eftirminnilegast frá öllum starfsárunum hjá DS hvað hann hafi kynnst mörgu fólki.
Í meðfylgjandi innslagi er viðtal við Finnboga sem birtist í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í gærkvöldi.
Sjónvarp Víkurfrétta // 7. þáttur // 27. mars 2014 // fyrri hluti