SVF // Snjómokstur og starfsgreinakynningar
Í fyrri hluta fyrsta þáttar Sjónvarps Víkurfrétta eru tvö innslög.
Flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hefur meðal annars það hlutverk að halda flugbrautum Keflavíkurflugvallar hreinum og í því ástandi að þar sé öruggt að lenda flugvélum og taka á loft. Víkurfréttir stóðu vaktina á Keflavíkurflugvelli á dögunum þegar allt ætlaði að fenna í kaf.
Mörghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum kynntu sér fjölbreytt störf sem unnin eru á Suðurnesjum. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku púlsinn á hressum grunnskólanemum í atvinnuhugleiðingum.