Föstudagur 14. febrúar 2014 kl. 08:44

SVF // Listamaðurinn og Hljómahöllin

Í seinni hluta fyrsta þáttar Sjónvarps Víkurfrétta eru tvö innslög.

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er sannkallaður fjöllistamaður. Hann er kunnur fyrir tónlist sína en hann er einnig lunkinn með pensilinn. Þá er hann með stórar hugmyndir um listaverk á Suðurnesjum. Ein þeirra er um norðurljósaturna í Reykjanesbæ. Við kíkjum á vinnustofuna til Guðmundar á Ásbrú í þættinum.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér gamalt og óhentugt húsnæði á tveimur stöðum í Reykjanesbæ. Nú hefur verið innréttað glæsilegt húsnæði fyrir skólann í Hljómahöllinni. Við tókum hús á tónlistarskólastjóranum Haraldi Árna Haraldssyni og ræðum við hann í þættinum.