Mánudagur 16. apríl 2012 kl. 10:40

Sverrir óskar sér þess að semja strax við Hardy og Baker-Brice



Þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson var á leið inn í klefa til þessa að vera viðstaddur opnun á kampavíninu en hann gaf sér þó tíma í stutt spjall við Víkurfréttir eftir að Njarðvíkingar höfðu tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins í kvennaboltanum nú á laugardag. Hann var að vonum stoltur af stelpunum í Njarðvík en sjá má spjall við hann og besta leikmann úrslitakeppninnar, Lele Hardy, hér að neðan. Hardy átti frábært tímabil með Njarðvík en hún þakkar liðsfélögum sínum sérstaklega og án þeirra segir hún þetta ekki hafa verið mögulegt. Hún segir ennfremur að hún viti ekki hvað sé næst á dagskrá hjá henni en þjálfarinn vill þó ólmur halda bæði henni og Shanae Baker-Brice.