Sveindís: Uppbygging skólamála gengið vel
Uppbygging skólamála hefur gengið vel í Reykjanesbæ og Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi, lýsir ánægju sinni með það í viðtali við Víkufréttir á þeim tímamótum þar sem hún hættir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Einnig nefnir hún byggingu hjúkrunarheimilis sem nú er að fara af stað. Aðspurð um stöðu sveitarfélagsins, segir hún ýmislegt gott vera í sveitarfélaginu og eins annað sem betur má fara. Hún segist hafa gagnrýnt stefnu meirihlutans varðandi Hitaveitu Suðurnesja.
Þegar Sveindís er beðin um að rifja upp atvik úr bæjarstórninni, þá bendir hún á það að hún sé eini bæjarfulltrúinn sem hafi verið ávíttur á liðnu kjörtímabili. „Strákarnir eru miklu frakkari og kjartforari. Ég afrekaði hins vegar að fara yfir strikið,“ segir Sveindís í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta.
- Ítarlegt viðtal er við Sveindísi í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.