Svavar: Læt ekki kjaftasögur á mig fá
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur verið á ferð um Suðurnes í dag þar sem hún hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir og rætt við heimamenn.
Með Þóru í för er Svavar Halldórsson eiginmaður hennar og þriggja vikna gömul dóttir þeirra sem lét í sér heyra þegar þau heimsóttu Nesvelli í Reykjanesbæ nú síðdegis.
Í viðtali við Víkurfréttir segist Svavar hafa fengið mikið af kleinum og góðum fiski í heimsókn sinni um Suðurnes í dag, en Svavar er mikill áhugamaður um mat og þá sérstaklega íslenska matargerð.
Víkurfréttir tóku viðtal við Svavar í dag þar sem hann talar um viðbrögð Suðurnesjamanna við framboði Þóru, hvað hann ætli að gera á Bessastöðum nái Þóra kjöri og þá svarar hann einnig fyrir neikvæða umræðu um sína persónu sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum.