Svakalegt stuð á Samsuð
Samsuð, söngvakeppni grunnskólana á Suðurnesjum fór fram í Grunnskóla Sandgerðis í gærkvöldi. Fjölmargir hæfileikaríkir krakkar tóku þátt í keppninni og stóðu sig allir með prýði. Svo fór að lokum að Melkorka Rós Hjartardóttir frá félagsmiðstöðinni Borunni í Vogum bar sigur úr bítum.
Hún söng lag Elton John, Your song en flutning Melkorku á laginu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Þar má einnig sjá hressa krakka á ballinu sem haldið var eftir keppnina en Heiðar Austmann sá um að halda uppi fjörinu ásamt efnilegum röppurum frá Suðurnesjum.
Þessi komust áfram í úrslit söngvakeppni grunnskólanna
Sigurvegarinn Melkorka Rós