Sungið um fiska á listahátíð barna í Reykjanesbæ
Listahátíð barna var formlega opnuð í morgun í DUUShúsum. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og allra 10 leikskóla Reykjanesbæjar. Hátíðin hefur vaxið og eflst með hverju ári og segja má að hún hafi orðið kveikjan að þeirri stóru barnahátíð sem nú verður haldin í Reykjanesbæ þar sem virðing fyrir börnum og störfum þeirra og þörfum er höfð að leiðarljósi.
Yfirskrift listahátíðar barna árið 2010 er Hafið og á öllum leikskólum hafa börnin fræðst um hafið og með margvíslegum hætti. Alls kyns listaverk hafa litið dagsins ljós, æfðir hafa verið nýir söngvar um fiska og haf, sjávardýr hafa verið krufin og svona mætti lengi telja. að sá viðburður verður einnig upphafsatriði Barnahátíðar í Reykjanesbæ.
Meðfylgjandi myndband var tekið upp við setninguna í morgun.
Sjá nánar hér um Listahátíð barna og Barnahátíð í Reykjanesbæ.