Súluhafi, þakkargjörð, kótilettur og fleira
- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
42. þáttur ársins hjá Sjónvarpi Víkurfrétta verður sýndur á ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöl, kl. 21:30 og að vanda er skemmtilegt efni í þættinum enda mannlífið á Suðurnesjum í stíl við það - skemmtilegt og fróðlegt.
Við hittum handhafa menningarverðlauna Reykjanesbæjar, göngugarpinn Rannveigu Lilju Garðarsdóttur, kíkjum í Rauðakross-búðina í Keflavík og smökkum á þakkargjörðarkalkúnn á Ásbrú. Að lokum förum við á kótilettukvöld með Sigvalda löggu og göngukappa. Þá er stutt fréttayfirlit vikunnar frá Suðurnesjum í þættinum.
Þáttinn má nálgast hér að neðan í háskerpu.