Fimmtudagur 18. janúar 2018 kl. 20:00

Súluhafar í Suðurnesjamagasíni

Við erum á menningarlegum nótum í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Hópurinn sem stendur á bakvið tónlistarverkefnið Með blik í auga fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2017. Með blik í auga er tónlistarveisla sem haldin hefur verið á Ljósanótt frá árinu 2010. Verkefnið hefur vaxið ár frá ári og þegar hafa verið lögð drög að næstu uppfærslu. 
 
Við fengum Svanhildi Eiríksdóttur sem gestafréttamann í þessum þætti og hún ræddi við Guðbrand Einarsson, Arnór Vilbergsson og Kristján Jóhannsson sem eru handhafar Súlunnar 2017 um verkefnið Með blik í auga.
 
Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar á fimmtdagskvöld kl. 20:00. Þáttinn má nálgast hér að ofan í háskerpu.