Þriðjudagur 25. janúar 2011 kl. 13:06

Súludans úr Eldey í beinni - video

Súlurnar í Eldey eiga ekkert eiknalíf lengur. Þær eru orðnar hluti af raunveruleikasjónvarpi sem sendir beint úr Eldey allan sólarhringinn. Súlan er sest upp í Eldey og fljótlega byrjar tilhugalífið og þá verður aldeilis fjör á skjánum. Uppsetning myndavélar í Eldey er ekki alveg nýtt verkefni en fyrstu myndavélinni var komið fyrir í eynni í ársbyrjun 2008. Ekki gekka það nú eins og í sögu og vandræði hafa verið með búnaðinn. Það er heldur ekki hlaupið að því að gera við búnaðinn í Eldey, því eingöngu er heimilt að fara í eyjuna á ákveðnum tíma í kringum áramót en á öðrum tímum er eyjalífið alfriðað og þangað fer enginn nema fuglinn fljúgandi.

Þann 20. janúar 2008 var leiðangur farinn til Eldeyjar en tilgangur ferðarinnar var að koma upp myndavélabúnaði á eyjunni sem senda átti myndefni frá eyjunni allan sólarhringinn. Víkurfréttir fylgdust með þeim leiðangri og fóru með í Eldey. Verkefnið var samvinnuverkefni Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja. Það var Njarðvíkingurinn Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni sem fór fyrir áhöfn þyrlunnar Steinríks sem flutti leiðangurinn, átta manns, út í Eldey.

Meðfylgjandi myndband var gert í kjölfar ferðarinnar um súluævintýrið. Nú er súlan loks komin í samband við umheiminn og súlan í Eldey komin í samband við umheiminn.