Fimmtudagur 14. nóvember 2019 kl. 20:30

Suðurnesjaþingkonur og Soroptimistar í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjakonurnar á Alþingi, þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný G. Harðardóttir, eru gestir okkar í Suðurnesjamagasíni í kvöld. Þær ræða störf sín í Norðurlandaráði og þingmál sem snerta Suðurnes í ítarlegu viðtali við Pál Ketilsson.

Í þættinum förum við einnig á fund í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur og kynnum okkur verkefni sem Soroptimistar ýta úr vör síðar í mánuðinum þar sem appelsínugulur litur mun verða áberandi á Suðurnesjum.

Þáttinn endum við svo á pólsku menningarhátíðinni sem fram fór í Reykjanesbæ um liðna helgi.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá vf.is og Hringbrautar öll fimmtudagskvöld kl. 20:30.