Miðvikudagur 6. október 2010 kl. 00:17

Suðurnesjamenn mótmæla með hávaða og í hljóði

Fjölmargir Suðurnesjamenn voru á meðal þeirra þúsunda Íslendinga sem mótmæltu á Austurvelli framan við Alþingishúsið í gærkvöldi. Þá mótmæltu menn með taktföstum trumbuslætti. Á fimmtudagskvöld hafa verið boðuð mótmæli á Suðurnesjum í skrúðgarðinum við Heilbrigðisstofun Suðurnesja. Þau mótmæli eiga hins vegar að vera í hljóði og fólk hvatt til að hafa með sér ljós.

Áður en kemur að hljóðum mótmælum við HSS geta Suðurnesjamenn hins vegar mætt á opinn borgarafund um atvinnumál sem haldinn verður í Stapa á fimmtudag kl. 16:30.

Meðfylgjandi myndband tók kvikmyndatökumaður Víkurfrétta á Austurvelli í gærkvöldi. Myndir sem ekki hafa sést áður.