Suðurnesjamagasín: Vilja sjá fleiri íþróttakennara í starfsliði leikskóla
YAP, Young Athletes Program, hefur að markmiði að stuðla að snemmtækri íhlutun á sviði hreyfifærni, sérstaklega fyrir börn með sérþarfir eða frávik. Heilsuleikskólinn Skógarás, Ásbrú hefur m.a. verið leiðandi samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra frá upphafi við innleiðingu YAP á Íslandi. Ásta Katrín Helgadóttir, fagstjóri í hreyfingu á Heilsuleikskólanum Skógarási, hefur unnið með YAP-verkefnið frá árinu 2015. Á Skógarási er lögð mikil áhersla á hreyfingu nemenda. Skipulögð hreyfing er fyrir alla tvisvar í viku og börn með frávik fá einnig aukalega hreyfingu tvisvar í viku.
Í Suðurnesjamagasíni, sem er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld kl. 19:30, er fjallað um verkefnið. Þegar sjónvarpsmenn voru á staðnum voru þar háskólanemendur í íþróttafræðum að kynna sér YAP. Það er alltaf talað um að hreyfing sé mikilvæg fyrir eldra fólk og einnig þá yngri. Við spurðum því Ástu Kristínu hvort algengt væri að íþróttakennarar starfi á leikskólum?
„Nei, því miður þá er það alls ekki algengt en auðvitað ættu íþróttakennarar að vera á hverju einasta leikskóla því þar er grunnurinn að heilinn þroskist á eðlilegan hátt, þar sem skipulögð hreyfing fer fram. 95% af heila barns er þroskaður fyrir fimm ára aldur. Það er því mjög mikilvægt að það séu kennarar sem eru í rauninni að þjálfa.“
Í myndskeiði með fréttin má sjá brot úr Suðurnesjamagasíni vikunnar þar sem m.a. er rætt við Ástu Katrínu um YAP.