Suðurnesjamagasín: Taekwondo í Keflavík vex hratt
Taekwondo-deild Keflavíkur hefur vaxið hratt á undanförnum árum og árangur þeirra sem æfa íþróttina er einnig góður á landsvísu. Fjölmargir Íslandsmeistaratitlar hafa komið í hús og þá er besta Taekwondo-fólkið einnig að æfa með Keflavík.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti við í bardagahúsið í Reykjanesbæ þar sem deildin hefur aðstöðu.