Suðurnesjamagasín: Sjáðu þátt vikunnar á 1 mínútu
Í Suðurnesjamagasíni vikunnar er komið víða við á í menningu, mannlífi og fréttatengdum málum.
Við förum út á Reykjanes þar sem nýtt ferðaþjónustufyrirtæki er að fara í mikla uppbyggingu, fylgjumst með kappakstri vélmenna sem nemendur Háaleitisskóla í Reykjanesbæ smíðuðu og þá kynnum við okkur mál málanna í Reykjanesbæ þessa dagana sem eru loftgæði og mengunarmælingar.
Við kíkjum í Hljómahöllina og á Rokksafn Íslands og ræðum við Tómas Young um vaxandi áhuga á Hljómahöllinni sem áfangastað hjá bæði Íslendingum og útlendingum.
Þá kynnum við okkur jólaundirbúning í Reykjanesbæ þar sem norskt jólatré og aldargamall jóladansleikur koma við sögu.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 og sýnt á vf.is og hjá Kapalvæðingu Reykjanesbæjar.
Nemendur í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ eru í skemmtilegu innslagi í þættinum.