Suðurnesjamagasín: Sara Sigmunds, Fjölsmiðjan og Jón Jónsson
Suðurnesjamagasín er vikulegur þáttur Víkurfrétta þar sem fjallað er um menningu, mannlíf og atvinnulífið á Suðurnesjum. Í þessari viku beinum við sjónum okkar að einni af okkar sterkustu íþróttakonum, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Hún er í fremstu röð í heiminum í Crossfit.
Þá tökum við hús á Fjölsmiðjunni í Reykjanesbæ. Þar er meðal annars stærsti nytjamarkaður Suðurnesja og unnið gott starf með ungu fólki við að koma því á beinu brautina.
Í þætti vikunnar sláumst við í för með tónlistarmanninum Jóni Jónssyni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón heldur tónleika í Hljómahöll í kvöld, föstudagskvöld.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 20 og aftur kl. 22. Þátturinn er einnig sýndur á vf.is.