Suðurnesjamagasín: Paradís í Sandgerði
Öllu tónlistarfólki stendur til boða að taka sitt eigið lag upp, hjá og með feðgunum Jóhanni Ásmundssyni, bassaleikara Mezzoforte, og syni hans, trommuleikaranum Ásmundi.
„Það var gaman að geta hannað þetta stúdíó sem við nefndum eftir einni af hljómsveitum Péturs, Paradís, nákvæmlega á þann máta sem við töldum að væri best. Hér getur hljómsveit verið öll að spila í einu, allir eru bara með sín heyrnartól og andinn verður alltaf mjög góður. Ég segi oft í gríni að Pétur er hér með okkur þegar góðir hlutir eru að gerast í tónlistarsköpun,“ segir bassaleikarinn góðkunni úr Mezzoforte, Jóhann Ásmundsson, en hann hefur rekið hljóðverið Paradís ásamt Ásmundi syni sínum síðan 2012. Feðgarnir fluttu stúdíóið í Sandgerði í fyrra og þar býr Jóhann ásamt Sigrúnu Kristjánsdóttur, eiginkonu sinni, og una hjónin sér vel í sjávarloftinu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Í spilaranum hér að ofan má sjá innslagið úr Suðurnesjamagasíni en alla þætti Suðurnesjamagasíns má nálgast á vef Víkurfrétta og á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.