Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 20:30

Suðurnesjamagasín komið úr sumarfríi og troðfullt af áhugaverðu efni

Suðurnesjamagasín er komið úr sumarfríi. Hér er fyrsti þátturinn eftir frí. Aðalefni þáttarins ver viðtal við Dr. Freydísi Vigfúsdóttur sjávarlíffræðing og sérfræðing við Háskóla Íslands um umfangsmikla rannsókn á kríunni sem er heimsmeistari í farflugi. Krían er þessa dagana að leggja í langflug frá Íslandi og til Suðurskautslandsins.

Í þættinum sýnum við einnig innslag úr Menntaskólanum á Ásbrú. Þar er rætt við skólameistarann, menntamálaráðherra og tvo nemendur í nýju tölvuleikjanámi.

Við vorum á Reykjanesi í byrjun vikunnar og ræddum þar við Guðberg Reynisson, formann Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Hann fer fyrir ferðalagi fjórhjóladeildarinnar frá Reykjanesi og þvert yfir landið að Langanesi.

Þá sýnum við ykkur brot af Snúrutónleikum þeirra Hlyns Þórs Valssonar og Ólafs Þórs Ólafssonar sem fram fóru á tjaldstæðinu í Sandgerði á mánudag.