Suðurnesjamagasín: Hræðilegur sjónvarpsþáttur!
- Það er skylduáhorf á þátt vikunnar. Sjáið sögu Elfars Þórs og upplifið hrekkjavökuna hjá Siggu Dögg
Gestir Suðurnesjamagasíns að þessu sinni eru tveir. Annars vegar er það kvikmyndagerðarmaðurinn Elfar Þór og svo kynfræðingurinn Sigga Dögg.
Elfar Þór á ellefu innlagnir á Vog að baki ásamt öðrum meðferðarúrræðum. Hann byrjaði að nota áfengi um fermingaraldur og eftir það fór snjóboltinn að rúlla. Hann fór að heiman sautján ára gamall og átti ekki heimili að kalla næsta tæpa áratuginn. Hann hefur horft upp á marga vini sína taka eigið líf. Fjölskylda hans hefur borið þunga byrði sökum lífernis hans og nú burðast hann með að fyrirgefa sjálfum sér. Elfar fann griðarstað í Kvikmyndaskóla Íslands. „Skólinn varð líflína mín. Þetta var staður þar sem ég var ekki dæmdur fyrir fortíð mína. Þetta var staður þar sem mér var fagnað fyrir að nýta söguna og sækja þangað innblástur til þess að skapa,“ segir hann í viðtali.
Sigga Dögg kynfræðingur er að gefa út nýja bók fyrir ungmenni og foreldra sem heitir Kynvera. Hún Sigga Dögg er líka mikil áhugakona um hrekkjavöku og allt sem henni fylgir. Við kíktum í heimsókn til hennar í þættinum og ræddum um hrekkjavökuna og nýju bókina.