Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 19. maí 2023 kl. 15:15

Suðurnesjamagasín: Guðmundur djákni af Ströndinni og kirkjudagurinn að Kálfatjörn

Guðmundur Brynjólfsson er djákni á Selfossi. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Vatnsleysuströnd og predikaði í Kálfatjarnarkirkju síðasta sunnudag á sérstökum kirkjudegi sem haldinn var í tilefni af 130 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju, sem var vígð 1893. Predikun Guðmundar var létt og hressandi, blönduð af húmor og alvarlegum undirtóni.

Suðurnesjamagasín var á kirkjudeginum og ræddi við Guðmund um predikunina. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.