Fimmtudagur 8. nóvember 2018 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín: Guðmundur bjargvættur, Ellert ljósmyndari og Pólverjar

- í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta

Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku hittum við mann vikunnar, Suðurnesjamanninn Guðmund Ragnar Magnússon, sigmann hjá Landhelgisgæslunni en hann bjargaði 15 manns úr sjávarháska þegar flutningaskipið Fjordvik strandaði í Helguvík um síðustu helgi. Guðmundur fer yfir atburðarásina og fleira í viðtalinu.

Í þættinum ræðum við einnig við Ellert Grétarsson sem hefur unnið annars konar afrek en það var að gefa út ljósmyndabók um Reykjanesið. Ellert er áhugaljósmyndari, mikill náttúruunnandi og hellaskoðari og hefur lent í ævintýrum út af því sem hann lýsir í viðtalinu. Síðast en ekki síst heyrum við í þremur pólskum ungmennum sem hafa búið meirihluta ævinnar á Suðurnesjum en pólsk menningarhátíð verður í Bókasafni Reykjaesbæjar næsta laugardag. 
 
Sem sagt; hörku skemmtilegur þáttur að venju hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.