Suðurnesjamagasín frumsýnt kl. 19:30
Suðurnesjamagasín er komið með nýjan frumsýningartíma á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þátturinn er núna frumsýndur á fimmtudagkvöldum kl. 19:30 og svo endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þátturinn er aðgengilegur á vf.is frá 19:30 á fimmtudagskvöldum.
Í þætti vikunnar tökum við hús á Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum. Við ræðum einnig við Magnús Stefánsson bæjarstjóra í Suðurnesjabæ. Þá hafa ungmenni í Reykjanesbæ unnið að innslögum fyrir okkur en í þætti vikunnar eru þrjú innslög frá þeim. Eitt þeirra er um BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ. Þá er heimsókn til Björgunarsveitarinnar Suðurnes og RAFÍK, sem er Rafíþróttadeild Keflavíkur, er kynnt fyrir áhorfendum. Þátturinn endar svo á mögnuðum eldgosamyndum frá Hauki Hilmarssyni og Jóni Hilmarssyni. Þeir eru ekki bræður og alls ekki synir Hilmars Braga, myndatökumanns Víkurfétta :)