Suðurnesjamagasín: Fischersverslun, Mekka pílunnar og Maggi litli Texas
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00.
Í þætti vikunnar skoðum við eitt glæsilegasta hús Keflavíkur, Fischershús, sem nú er unnið að endurbótum á. Þar er m.a. rætt við Pál V. Bjarnason, arkitekt, sem hefur lagt mikla vinnu í að skoða sögu hússins og teiknað það upp frá grunni.
Við förum einnig til Grindavíkur, sem margir telja Mekka pílukasts á Íslandi. Þar er rætt við Pétur Rúðrik Guðmundsson, sem er unglingalandsliðsþjálfari í íþróttinni.
Í Grindavík hittum við einnig Magga Texas. Ekki þennan á Texasborgurum heldur 10 ára eftirhermu sem vann búningakeppni á þrettándanum í Grindavík. Skemmtilegur strákur.
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.