Suðurnesjamagasín: Fæðubót úr fiskroði
Marine Collagen var stofnað árið 2017 en fyrir þá sem ekki vita um starfsemi fyrirtækisins þá er gelatín og kollagen unnið úr fiskroði. Gelatín er notað sem matarlím en svo er hægt að vinna kollagen úr því líka en kollagen er 90% prótein sem finnst í ríkum mæli í bandvef allra dýra. Kollagen er bæði notað í heilsubótarskyni og með fyrirheitum um fegurðarauka. Í dag er framleitt úr tvö til þrjú þúsund tonnum af roði á ári og veltan á síðasta ári var um 650 milljónir. Áform eru uppi um stækkun verksmiðjunnar svo hægt sé að framleiða meira. Það er gelatínið sem býr til mestu verðmætin í dag en kollagenið gæti átt eftir að verða verðmætari í framtíðinni.
Í spilaranum hér að ofan má sjá innslagið úr Suðurnesjamagasíni en alla þætti Suðurnesjamagasíns má nálgast á vef Víkurfrétta og á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.