Fimmtudagur 26. október 2017 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín er hérna!

- vikulegur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta frá Suðurnesjum

Suðurnesjamagasín er vikulegur sjónvarpsþáttur Sjónvarps Víkurfrétta frá Suðurnesjum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þáttur vikunnar verður seinna á dagskrá í kvöld en áhorfendur eiga að venjast. Þátturinn verður sýndur í heild sinni kl. 22:00 í kvöld en vanalega er þátturinn frumsýndur kl. 20:00.
 
Í þætti vikunnar heyrum við í ungum manni sem hljóp uppi reiðhjólaþjóf í Keflavík. Við ræðum einnig við Lilla klifurmús og fleiri dýr úr Hálsaskógi í þættinum en Frumleikhúsið í Keflavík fylltist af skógardýrum á dögunum og nú er þetta barnaleikrit væntanlegt á fjalirnar.
 
Við förum á æfingu fyrir hátíðartónleika í Hljómahöll í tilefni af 500 ára afmæli siðbótar Lúters.
 
Í síðari hluta þáttarins er innslag um fjársvelt Suðurnes og við kíkjum í krakkakosningar í Heiðarskóla í Keflavík og ræðum við nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um alþingiskosningar.