Suðurnesjamagasín er hér í Sjónvarpi Víkurfrétta
- fjölbreyttur þáttur vikunnar
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á vf.is. Þátturinn var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 21:30 í háskerpu. Þetta er fyrsti þátturinn sem Sjónvarp Víkurfrétta framleiðir fyrir Hringbraut og er á svipuðum nótum og þættir okkar sem hafa verið á ÍNN undanfarin ár.
Þættirnir eru að sjálfsögðu líka á Víkurfréttavefnum, vf.is.
Þátturinn er fjölbreyttur að venju. Arnór Vilbergsson menningarverðlaunahafi er í yfirgripsmiklu viðtali. Kjörbúðin í Garði er skoðuð og rætt er við Samkaupsmenn um þessa nýju verslanakeðju sem í verða um 20 búðir um allt land. Þá förum við á leikskólann Holt og kynnum okkur læsisverkefni sem var verðlaunað af Evrópusambandinu.
Í fréttapakka þáttarins segjum við frá sýningunni Þó líði ár og öld og fjallar um Björgvin Halldórsson. Einnig er sagt frá tíðindum úr Höfnum, Sandgerði, Reykjanesbæ, af Keflavíkurflugvelli og úr menningarlífinu, sem sagt nóg að frétta frá Suðurnesjum.