Fimmtudagur 26. apríl 2018 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín er hér!

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld kl. 20:00. Apríl senn á enda og vorið er löngu komið hér á Suðurnesjum.

Framundan er fjölbreyttur þáttur þar sem við heimsækjum lítið fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ýmislegt þar sem íslenskar jurtir koma við sögu.

Við förum einnig á listahátíð barna í Reykjanesbæ, fáum innslag frá Árna Þór um sumarvinnu ungmenna en þátt kvöldsins byrjum við byrjum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem vöxturinn heldur áfram og allt er á fullri ferð.