Suðurnesjamagasín er hér!
- Skipherrann Sigurður Steinar, ný verksmiðja í Vogum og Árnafréttir
Suðurnesjamagasín, það fyrsta á þessu sumri, var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöldi, að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þátturinn er hér að ofan.
Suðurnesjamenn monta sig oft af því að eiga einstaklinga í framlínu margra greina og við hjá Víkurfréttum hittum einn slíkan, Sigurð Steinar Ketilsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni sem nú hefur skilað húfunni.
Í þættinum skoðum við nýja umhverfisvæna verksmiðju í vogum á Vatnsleysuströnd og ræðum við bæjarstjórann um mikla íbúafjölgun. Þá hittir ungi fréttamaðurinn okkar, hann Árni Þór, aðra unga peyja sem ætla að styðja knattspyrnulið Keflvíkinga í sumar.