Fimmtudagur 23. nóvember 2017 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín er hér!

- Kolrassa, mintsafn, ævintýri um norðurljós og nýtt flugskýli

Suðurnesjamagasín okkar hjá Víkurfréttum er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00. 
 
Í þætti vikunnar förum við meðal annars út í Hafnir og hittum þar fyrir kvennahljómsveitina Kolrössu krókríðandi. Þær fagna 25 ára tónlistarafmæli um þessar myndir og hafa endurútgefið Drápu bæði á vínil og geisladisk. 
 
Við vorum einnig viðstödd þegar einstakt myntsafn var gefið til Myllubakkaskóla í Keflavík og þar gerðist séra Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur við Keflavíkurkirkju gestafréttamaður þáttarins. 
 
Í þættinum förum við einnig í Voga og kynnum okkur ævintýrið um norðurljósin. 
 
Þá bregður nýju flugskýli Icelandair fyrir í þættinum.