Suðurnesjamagasín er hér
- fjölbreyttur þáttur frá Suðurnesjum á Hringbraut og vf.is
Það er heldur betur fjölbreyttur þáttur hjá Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta að þessu sinni.
Við ræðum við Guðmund Pétursson og Guðjón Skúlason hjá Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi í þættinum. Við heyrum einnig í forsetum bæjarstjórna Garðs og Sandgerðis en 11. nóvember verður kosið um sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.
Við förum einnig á Hrekkjavöku og kynnum okkur skólaþáttinn Hnísuna. Þá kynnumst við fjórum verkefnum sem fengu styrk frá Sóknaráætlun Suðurnesja.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 20 og aftur kl. 22. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan í háskerpu.