Suðurnesjamagasín er hér
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:30. Í þættinum förum á fjörugan föstudag í Grindavík og sjáum sykruð laufabrauð í Sandgerði. Þá undirbúum við jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsi Duus og hittum syngjandi konur úr Kvennakór Suðurnesja. Þá sjáum við svipmyndir frá því að kveikt var á jólatrjám í Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði.