Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 21:58

Suðurnesjamagasín er hér!

- Ævintýri á Arnarstapa, farþegaskip í Keflavík og fyrstu skrefin í Sandgerði og Garði

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld. Í þætti vikunnar er rætt við Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóra Reykjaneshafnar um möguleika hafnarinnar þegar kemur að móttöku farþegaskipa, makrílveiðar og fleira. Þá kynnum við okkur ævintýri keflvískra hjóna á Arnarstapa og ræðum við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra í Garði og Sandgerði.