Fimmtudagur 23. ágúst 2018 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín er hér!

Það er fjölbreyttur þáttur Suðurnesjamagasíns á dagskrá Hringbrautar og vf.is núna kl. 20:00 (á fimmtudagskvöldi). Viðfangsefni okkar eru fimm það þessu sinni.
 
Við heimsóttum ferðaþjónustufyrirtækið Happy Campers í Reykjanesbæ. Þá fylgdumst við með því þegar danskt konungsmerki var sett upp á Reykjanesvita, sem fagnar 110 ára afmæli um þessar mundir.
 
Skötuveisla að sumri er einnig á dagskrá og þá tókum við púlsinn á Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem er á dagskrá um mánaðamótin. Þá eru Árnafréttir á sínum stað í Suðurnesjamagasíni vikunnar.