Fimmtudagur 19. október 2017 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín er hér!

- ungt fólk og ferðaþjónusta í þætti vikunnar

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Í þætti vikunnar vegur umræða um ungt fólk þungt. Við fórum á starfsgreinakynningu fyrir elstu bekkinga grunnskóla og einnig á fund með ungmennaráði Reykjanesbæjar. Þessi viðfangsefni eru á dagskrá okkar í þessari viku.
 
Í síðari hluta þáttarins skoðum við svo hótelið Northern Light Inn í Svartsengi og ræðum við Friðrik Einarsson hótelstjóra.