Suðurnesjamagasín er hér!
— Orkumál, flugkennsla og skemmtilegur viðburður á Nettóvellinum í þætti vikunnar
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar núna kl. 20:00. Þátturinn er endursýndur kl. 22:00 en er aðgengilegur hér að ofan í háskerpu.
Í þættinum höldum við áfram að ræða orkumál við Ásgeir Margeirsson hjá HS Orku.
Við förum einnig á skemmtilegan viðburð á Nettóvellinum í Keflavík þar sem fótboltakempur voru heiðraðar.
Þátturinn byrjar hins vegar í flugakademíu Keilis sem er komin í samstarf við Icelandair.