Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 19. maí 2023 kl. 15:18

Suðurnesjamagasín: Annríki hjá slökkviliði og 40 ár frá brunanum í Keflavík hf.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er 110 ára um þessar mundir og síðustu vikur hafa verið annasamar hjá slökkviliðsmönnum og konum. Þá hafa verkefnið verið krefjandi. Erfiðir brunar í skipum og mikill eldur í íbúðarhúsnæði í Garðinum, svo eitthvað sé nefnd. Skipsbrunar eru með erfiðari verkefnum sem slökkviliðsmenn takast á hendur.
Suðurnesjamagasín tók hús á Jóni Guðlaugssyni, slökkviliðsstjóra, og ræddi við hann um verkefni síðustu vikna, stöðuna á slökkviliðinu á þessum tímamótum og einnig um stórbrunann í Keflavík hf. fyrir 40 árum. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.