Suðurnesjamagasín á trúnó
Suðurnesjamagasín var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöldi. Í þessum þætti hittum við Benedikt Mána sem er 13 ára einhverfur piltur með mikla hæfileika í tréskurði. Þá kynnum við okkur Verndarsvæði í byggð í Reykjanesbæ. Í síðari hluta þáttarins förum við á trúnó með leikskólabörnum og kynnumst næsta söngvaskáldi af Suðurnesjum.