Suðurnesjamagasín á menningarlegum nótum
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld. Við erum á menningarlegum nótum í þessum þætti en framundan er Safnahelgi á Suðurnesjum og Menningarvika í Grindavík. Við kíkjum í Byggðasafn Reykjanesbæjar og sjáum hvernig munir frá fyrri tíð eru varðveittir fyrir framtíðina.
Í þættinum tökum við einnig hús á Jóni á Skála. Hann er 98 ára og elstur Grindvíkinga.
Leikfélag Keflavíkur er að setja upp revíu þar sem spaugað er með bæjarbúa. Þá skoðum við nýstárlega skólastofur í Holtaskóla í Keflavík.