Suðurnesjamagasín 9. febrúar 2017 er hér
– Sundhöll Keflavíkur, Surströmmingveisla, forsetinn og Ingibjörg Þorbergs meðal efnis
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00.
Við hefjum leikinn í gömlu sundhöllinni í Keflavík. Þar lærðu Keflvíkingar að synda þar til fyrir 10 árum og nú er sundlaugin til sölu. Við kynnum okkur söguna og ræðum við fólk sem þekkir vel til laugarinnar.
Forseti Íslands heimsótti Stóru-Vogaskóla og ræddi við nemendur um metnað. Við vorum þar og heyrðum einnig hvað forsetinn fær sér á pizzu.
Lögreglumenn á Suðurnesjum fengu krefjandi áskorun á dögunum. Þeir urðu að sporðrenna úldinni síld fyrir góðan málstað. Suðurnesjamagasín var á staðnum og festi viðburðinn á mynd.
Þá segjum við ykkur fréttir frá Suðurnesjum og endum þáttinn á menningarlegum nótum með Ingibjörgu Þorbergs.