Suðurnesjamagasín 30. mars 2017
- Hraði, spenna, orka og fermingarmyndir
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:00 og aftur kl. 22:00.
Það verður hraði og spenna í þessum þætti en við fylgjumst með mótorhjólakappa á æfingu í elstu mótorkrossbraut landsins sem er á Suðurnesjum.
Við förum einnig í Svartsengi og kynnum okkur starfsemi HS ORKU.
Þá kíkjum við á bókasafnið í Reykjanesbæ þar sem gamlar fermingarmyndir eru komnar á sýningu.
Við heyrum í fundarmönnum á borgarafundi um tvöfalda Reykjanesbraut.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér að ofan í háskerpu.